árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Guðfræði á UnSpun · Heim · Forsjón í Aberdeen »

SAMAN-hópurinn fær íslensku lýðheilsuverðlaunin

Árni Svanur @ 14.13 24/4/07

Það voru skemmtilegar fréttir sem blöstu við þegar ég opnaði Mbl hér á Húsavík eftir hádegið í dag: SAMAN-hópurinn fær íslensku lýðheilsuverðlaunin í ár. Ég hef kynnst starfi þeirra örlítið í gegnum aðild Þjóðkirkjunnar að hópnum. Þessi hópur er gott dæmi um samstarfsverkefni þar sem fjölmargir aðilar sem starfa  sama sviði sameina krafta sína. Auglýsingar hópsins eru að mínu mati vel heppnaðar og ég er viss um að þetta hefur skilað sér í auknu samstarfi þeirra aðila sem standa að hópnum.

Annars hefst prestastefna í dag og þar verður heilmikið um að vera, fylgist með á kirkjan.is.

url: http://arni.annall.is/2007-04-24/saman-hopurinn-faer-islensku-lydheilsuverdlaunin/


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli