árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Hugvísindaþing verður 9. og 10. mars · Heim · Wordpress og ummæli »

Guðfræði(nga)blogg

Árni Svanur @ 18.13 5/3/07

Mig langar að safna saman á einn stað yfirlit yfir blogg guðfræðinga og/eða blogg um guðfræði. Hér verður byrjað og lesendur mega gjarnan bæta við í ummælum því sem mér hefur yfirsést.

Ég veit að ég hef örugglega gleymt nokkrum, bið ykkur velvirðingar á því en óska þess jafnframt að þið gerið vart við ykkur í svarhalanum.

url: http://arni.annall.is/2007-03-05/gudfraedingablogg/

Athugasemdir

Fjöldi 20, nýjasta neðst

Ninna Sif Svavarsdóttir @ 5/3/2007 19.10

Sæll og blessaður Árni Svanur.
Mér sýnist Sunnu Dóru Möller vanta á listann, ekki veitir af að koma annarri konu á blað:)

Árni Svanur @ 5/3/2007 19.16

Takk fyrir ábendinguna Ninna Sif. Hvar finn ég bloggið hennar?

Pétur Björgvin @ 5/3/2007 19.51

Þetta væri flott að hafa sem yfirlit, gefa fólki kost á að kynna sig, vera með mynd og texta, jafnvel ef tæknin leyfir alltaf innlestur á nýjustu færslu viðkomandi.

Árni Svanur @ 5/3/2007 19.54

Allt hefur sinn tíma :) Ég myndi einmitt vilja stefna að þessu …

Gunnlaugur A. Jónsson @ 6/3/2007 09.42

Ertu ekki að gleyma Kalla Matt? http://kallimatt.blog.is/blog/kallimatt/
Og e-s staðar í gær sá ég eitthvað frá Sveini Valgeirssyni þar sem latínuorðalistar og orðasambanda vöktu verðskuldaða athygli mína. Það er vissulega ástæða til að safna þessu saman á einn stað. kv, gaj.

Árni Svanur @ 6/3/2007 09.53

Takk fyrir ábendinguna. Ég fann bloggið hans Sveins á http://sueno.blog.is/blog/sueno/

Ninna Sif Svavarsdóttir @ 6/3/2007 14.19

Hérna finnur þú bloggið hennar Sunnu:
http://blog.central.is/sunnamo
Kv. NS

Ninna Sif Svavarsdóttir @ 6/3/2007 14.37

Ég man alltaf bara eitt í einu, þess vegna minntist ég ekki á bloggið hennar Siggu Gunnars, starfandi sóknarprests á Króknum
sigrg.blog.is
Kv.NS

Árni Svanur @ 6/3/2007 15.05

Ég bæti þeim í listann :)

Örn Bárður @ 12/3/2007 23.40

Árni Svanur, þú ert gersemi fyrir okkur sem erum að læra á bloggið og langar að vera virkari bloggarar!
Þakka þér fyrir!
Öbj

Árni Svanur @ 13/3/2007 13.35

Ég er búinn að uppfæra færsluna og bæta við í listann þeim sem ábendingar bárust um og reyndar þremur til viðbótar: Eyjaklerkunum Kristjáni Björnssyni og Guðmundi Erni Jónssyni og svo Sighvati Karlssyni. Mér reiknast til að þetta séu um 28 bloggarar. Þeim á örugglega eftir að fjölga.

Sunna Dóra @ 13/3/2007 14.10

Sæll Árni Svanur.

Þetta er mjög gott framtak hjá þér. Mig langaði til að benda þér á að hann Grétar Halldór er líka með blogg. Það er gretarh.blogspot.is. Einn verðandi guðfræðingur í hópinn í viðbót sem bloggar :-)

kkv. Sunna

Óli Jói @ 13/3/2007 14.30

Já og Sylvía Magnúsdóttir – sem kláraði í vor – hún bloggar á sylviam.blog.is

Árni Svanur @ 13/3/2007 14.36

Þau eru komin á listann – nú er bara að bæta fleirum við.

Óli Jói @ 29/3/2007 22.39

Og sr. Arnaldur Bárðarson er kominn á moggablogg: arnaldur.blog.is

Árni Svanur @ 30/3/2007 08.37

Frábært, okkur fjölgar hægt og bítandi …

árni.annáll.is - » Minnt á guðfræðingablogg @ 16/4/2007 11.58

[...] sem halda úti bloggum og annálum. Síðan þá hefur bæst örlítið við listann yfir guðfræðingabloggin og hann telur nú rúmlega 30 blogg. Enn má bæta í sarpinn, lesendur eru hvattir til að vísa [...]

Sunna @ 28/4/2007 19.27

Sæll Árni Svanur! Helduru að ég hafi ekki rekist á 3 konur sem eru guðfræðimenntaðar og blogga en það eru: Jóhanna Magnúsdóttir: jogamagg.blog.is. Hulda Guðmundsdóttir: huldagudmunddottir.blog.is og Hildur Inga Rúnarsdóttir: stigveladikotturinn.blog.is. Nú eru guðfræðingar greinilega að koma sér vel fyrir á moggablogginu ;-) . kkv. Sunna Dóra

Árni Svanur @ 28/4/2007 19.50

Ekki spillir fyrir að Mogginn býr nú til blogg fyrir þá sem senda greinar inn til Mbl sem ekki fást birtar í blaðinu sjálfu. Það tryggir vöxt og viðganga Moggabloggins, a.m.k. enn um sinn. Takk fyrir ábendinguna Sunna.

Sunna @ 28/4/2007 20.19

Það var nú lítið, það gleður mig að geta bent á góða kven-bloggara :-) . kkv. Sunna!!


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli