árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Um ummæli · Heim · Lúther og Bonhoeffer »

Hvað er að deyja?

Árni Svanur @ 18.20 8/8/03

Hér kemur annar góður texti úr bókinni Huggun í sorg. Þessi íhugun, sem fjallar eiginlega um um dauðastundina, er ágætt dæmi um hvernig má orða hina kristnu von um eilíft líf (sem er þó ekki aðeins fyrir handan heldur jafnframt hér og nú). Charles Henry Brent skrifar:

“Hvað er að deyja? Ég stend á bryggjunni. Skúta siglir út sundið. Það er fögur sjón. Ég stend og horfi á eftir henni uns einhver nærstaddur segir með trega í röddinni: ‘Hún er farin.’ Farin, hvert? Farin mínum sjónum séð, það er allt og sumt, hún heldur samt áfram siglingu sinni, með seglin þanin í sumarþeynum, og ber áhöfn sína til annarrar hafnar.

Þótt skútan hafi fjarlægst mig, mynd hennar dofnað og loks horfið, þá er það aðeins fyrir augum mínum. Og á sömu stundu og einhver við hlið mér segir: ‘Hún er farin!’ þá eru aðrir sem horfa með óþreyju á hana nálgast og hrópa: ‘Þarna kemur hún!’ – og svona er að deyja.”

url: http://arni.annall.is/2003-08-08/18.20.45/

© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli