árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur
Er ekki hér

Árni Svanur @ 20.04 25/1

Ég rifjaði upp þetta ágæta blogg í tilefni af þúsund-færslu-færslunni hans Ella. Á þessu bloggi er að finna tæplega þrjú þúsund færslur, en ég er annars fluttur yfir á Eyjuna þar sem við Kristín bloggum saman á arniogkristin.is. Lítið endilega við.

Arna prédikaði í Bænarý í gærkvöldi. — Tengd? 21.10 8/3

Bænarý

Árni Svanur @ 21.05 8/3 + 1 ath.

Í gær var haldin í Neskirkju margmiðlunarguðsþjónustan Bænarý. Ég þjónaði þar sem vefprestur ásamt Óla Jóa og öflugum hópi fólks úr æskulýðsstarfi kirkjunnar. Arna Noregsprestur prédikaði gegnum Skype, Gunni Grafarvogsdjákni leiddi sönginn og Guðmundur Karl Digranes-margmiðlunargúrú sá um tæknihliðina. Dagný Halla hjá ÆSKR og Gunnfríður í Neskirkju undirbjuggu guðsþjónustuna ásamt okkur Guðmundi Karli.

Þetta var hin skemmtilegasta reynsla og tókst vel. Krakkarnir voru virkir. Það var magnað að upplifa það í salnum þegar hundrað símar tóku á móti ritningarlestri og blessun í sms-skeyti, bænastundin var full af lotningu og kyrrð. Ég hlakka til að gera þetta aftur. Hægt er að skoða myndir frá Bænarý á Facebook síðu ÆSKR.

Seth Godin bloggar um hið andlega í starfi prestsins og lögfræðingsins og læknisins. — Godin um köllunina 14.15 13/2

Börnin og bíóið

Árni Svanur @ 11.21 7/10

Sektarkennd föður sem bitnar á syni, brotið og markalaust samband móður og sonar, skeytingarleysi móður og afbrýðisemi föður eru stef sem koma fyrir í þremur kvikmyndum sem voru sýndar á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í síðasta mánuði.

Getur verið að kvikmyndagerðarmenn séu uppteknir af börnum og bágum kjörum og sambandi þeirra við foreldra? Guðrún Karlsdóttir veltir því fyrir sér og ræðir þessi sambönd og samskipti í góðum pistli á trú.is í dag.

Flateyjarkría

Árni Svanur @ 21.23 26/6

Þessi hóf sig til flugs í Flatey.

Hvað er gott land?

Árni Svanur @ 11.32 18/6

Ég prédikaði í árdegismessu í Hallgrímskirkju á þjóðhátíðardegi:

Morgunlestur þessa miðvikudags geymir jákvæða sýn á framtíðina. Vonarsýn. Þar segir: „Drottinn, Guð þinn, mun leiða þig inn í gott land.“ En hvað er gott land?

Vinabandsdagur

Árni Svanur @ 23.22 1/6

Ég prédikaði í Neskirkju í gær. Prédikunina má lesa á trú.is:

Fimir fingur fléttuðu þræðina saman. Rautt, grænt, fjólublátt band varð að einum þræði. Ofið saman. Sterkara þannig en sitt í hverju lagi. Og svo kom hún, og bar upp erindið, við hann. Sagði svolítið hikandi: „Ég, hérna, fléttaði þetta handa þér. Þetta er svona … vinaband … viltu eiga það?“

Helgafell

Árni Svanur @ 09.03 23/5 + 2 ath.

Göngusumarið hófst á Helgafelli í ár. Við Davíð bróðir gengum í fallegu veðri. Þetta er létt ganga og skemmtileg. Tilvalin túr á góðum degi. Gott að spjalla og njóta útsýnis. Gott að vera kominn af stað ;)

Helgafellið sjálft

Undarlegir ávextir

Árni Svanur @ 20.41 16/5 + 6 ath.

Undarlegir ávextir

Listahátíð í Reykjavík hefur undanfarin ár boðið upp á skemmtilegar uppákomur á götum úti. Þetta árið eru í boði Undarlegir ávextir – Strange Fruit. Sýnt var á Austurvelli í rjómablíðu. Mikill mannfjöldi naut sýningar fjórmenninganna sem var í senn frumleg og skemmtileg. Eldri dóttirin áttaði sig strax á því að sagan fjallaði um ástina. Hvað annað :)

Ég tók myndir.

Takk fyrir okkur!

Hræðslan, óttinn

Árni Svanur @ 17.12 5/5

Irma Sjöfn leysir af í Hallgrímskirkju í apríl og maí. Hún bauð mér að þjóna með sér í messu á þriðja sunnudegi eftir páska sem ég þáði með þökkum. Það kom í minn hlut að prédika og lagði til grundvallar upphaf guðspjall þessa dags, nánar tiltekið orðin:

Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig.

Prédikunina má nú lesa á trú.is. Þar er líka hægt að hlusta á hana.

Kirkjuferðapáskar

Árni Svanur @ 08.34 13/4 + 2 ath.

Prédikunin sem ég flutti í Þingvallakirkju á páskadagsmorgni er nú komin á trú.is:

Kirkjuferðirnar minna okkur á fjölbreytileikann, að við eigum sem samfélag að vera opin gagnvart öðrum, taka á móti hinum ókunnugu og fjarlægu. Vera opin gagnvart þeim sem eru öðruvísi. Þær minna okkur á boðunina, að við eigum sem samfélag – að miðla boðskapnum áfram og – þegar svo ber við – syngja á torgum úti svo að undir taki allt um kring.

Þar er líka fjöldi annarra prédikana sem voru fluttar á páskum.

„Hver setti Jesú á krossinn?“

Árni Svanur @ 15.10 10/4 + 3 ath.

Prédikunin mín frá því í morgun er komin í Postilluna:

„Pabbi, hver setti Jesú á krossinn?“ spurði barnið föður sinn. Fjölskyldan var stödd í sumarfríi erlendis og hafði þennan dag heimsótt klaustur. Þar var að finna mikið safn listaverka og ein myndanna sem varð á vegi þeirra var altaristafla frá miðöldum. Hún sýndi krossfestinguna.

Þar eru líka fleiri prédikanir sem voru fluttar í dag.

Fyrirheitið og tilraunin

Árni Svanur @ 08.11 27/3

Árdegismessurnar í Hallgrímskirkju eru mikilvægur liður í fastri dagskra hverrar viku. Ekki spillir fyrir að mega leggja sitt af mörkum til þjónustunnar. Á miðvikudaginn var héldum við upp á Boðunardag Maríu og það kom í minn hlut að prédika. Um kvöldið settist ég niður til að búa efnið til birtingar á vefnum og gerði í leiðinni smá tilraun.

Á vefnum Christian Colleges er listi yfir og vísanir á 100 námskeið í guðfræði og heimspeki sem eru aðgengileg á netinu. — 100 námskeið á netinu 19.48 21/1

Frumleg flétta, sjónræn fegurð

Árni Svanur @ 17.51 20/1

Fléttan er frumleg og heldur manni föngnum frá upphafi til enda í þessari ljúfsáru mynd. Í ofanálag hún sjónrænt svo falleg að mig langaði strax til að horfa á hana aftur. Þó að maður fái sting í hjartað yfir fátækt og mannvonsku er fegurðin ótrúleg, form, litir og tónlist. — Sigríður Pétursdóttir um Slumdog Millionaire

Gulróta- og epla- og blaðlaukssúpa dagsins

Árni Svanur @ 12.07 18/1

Súpa

Þessa uppskrift rakst ég á í Morgunblaðinu. Veit því miður ekki hvenær þetta birtist en hún fylgir viðtali við Ebbu Guðnýju Guðmundsdóttur. Í súpuna fara:

Hálf matskeið kókosolía
Hálfur blaðlaukur
Hnífsoddur af engiferdufti
Fimm gulrætur
Eitt epli
Hálfur lítri af vatni
1 grænmetisteningur (enn betra er að búa til eigið soð)

Áfram…

Jason Kottke er einn af þeim bloggurum sem ég hef fylgst með lengi. Bloggið hans skartar nú nýju, einföldu og aðgengilegu útliti. — Endurhönnun og einfaldleiki 09.58 18/1 + 2 ath.

Fyrir margt löngu setti ég á blað nokkra þanka um ummæli og ummælasiðferði. — Ummælaumræðan 22.27 14/1 + 2 ath.

Anthony Quinn og páfinn

Árni Svanur @ 12.29 14/1

Um jólin var komið að mér að sjá bíómyndina sem gengið hafði manna í millum í Digraneskirkju, og er í eigu organistans okkar, Kjartans Sigurjónssonar. Þetta er stórmyndin Í fótspor fiskimannsins, um prestinn og andófsmanninn Kiril Lakota, leikinn af Anthony Quinn, sem leystur er úr haldi, fær hæli í Vatíkaninu og verður þar páfi. — Í fótspor fiskimannsins

« Fyrri færslur  

© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli